Þjóðin hafi fyrsta og síðasta orðið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hlynnt aðildarviðræðum við ESB með skilyrðum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hlynnt aðildarviðræðum við ESB með skilyrðum. mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi um ESB málið að ríkisstjórnin væri að kúga þingmenn sína til hlýðni, eins og komið hafi í ljós í morgun, þegar Ásmundur Daði Einarsson, þingmaður VG hætti við að eiga aðild að breytingartillögu minnihlutans. Hins vegar hafi formaður og varaformaður utanríkismálanefndar sýnt mikinn samstarfsvilja og þakkaði hún fyrir það.

Hún sagðist talsmaður þess að farið yrði í aðildarviðræður við ESB með skilyrðum þó, annars vegar að farið yrði í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og hins vegar að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði bindandi. Þjóðin ætti að hafa upphafsorðið og lokaorð í málinu.

Þorgerður sagðist lengi hafa verið full efasemda í garð ESB en í ljósi lausafjárkreppunnar undanfarin misseri, þróun gengis hér heima hafi afstaða hennar breyst. Úr því þurfi að skera hver peningamálastefna og gjaldmiðill þjóðarinn eigi að vera til lengri tíma og í því sambandi verði ekki undan því skotist að líta til ESB og myntbandalags Evrópu.

Hugsanlega gæti aðild orðið styrkleiki fyrir ákveðnar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, tækniiðnað og orkuiðnað sem gætu eflst við inngöngu. Stóra málið væri hins vegar orðsporið og viðskiptavild þjóðarinnar sem væru lítil um þessar mundir. Eftir brotthvarf hersins hafi gætt mikils skilningsleysi hjá bandarískum stjórnvöldum í garð Íslendinga, jafnvel þótt það hafi aftur batnað eftir forsetaskipti ytra.

Mikilvægt væri að Ísland fyndi sér stað í samfélagi þjóðanna.

Á hinn bóginn hræddist hún stefnu ESB í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem og lýðræðishalla innan sambandsins.

 þegar Ásmundur Daði Einarsson, þingmaður VG hætti við að eiga aðild að breytingartillögu minnihlutans. Hins vegar hafi formaður og varaformaður utanríkismálanefndar sýnt mikinn samstarfsvilja og þakkaði hún fyrir það.

Hún sagðist talsmaður þess að farið yrði í aðildarviðræður við ESB með skilyrðum þó, annars vegar að farið yrði í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og hins vegar að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði bindandi. Þjóðin ætti að hafa upphafsorðið og lokaorð í málinu.

Þorgerður sagðist lengi hafa verið full efasemda í garð ESB en í ljósi lausafjárkreppunnar undanfarin misseri, þróun gengis hér heima hafi afstaða hennar breyst. Úr því þurfi að skera hver peningamálastefna og gjaldmiðill þjóðarinn eigi að vera til lengri tíma og í því sambandi verði ekki undan því skotist að líta til ESB og myntbandalags Evrópu.

Hugsanlega gæti aðild orðið styrkleiki fyrir ákveðnar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, tækniiðnað og orkuiðnað sem gætu eflst við inngöngu. Stóra málið væri hins vegar orðsporið og viðskiptavild þjóðarinnar sem væru lítil um þessar mundir. Eftir brotthvarf hersins hafi gætt mikils skilningsleysi hjá bandarískum stjórnvöldum í garð Íslendinga, jafnvel þótt það hafi aftur batnað eftir forsetaskipti ytra.

Mikilvægt væri að Ísland fyndi sér stað í samfélagi þjóðanna.

Á hinn bóginn hræddist hún stefnu ESB í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem og lýðræðishalla innan sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert