Valhöll brennur til grunna

mbl.is/Ómar

Hót­el Val­höll á Þing­völl­um er nú í björtu báli og legg­ur mik­inn reyk upp af hús­inu. Að sögn ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins sem er á Þing­völl­um er ljóst að húsið mun brenna til grunna, eld­ur­inn er langt á veg kom­inn og ekki mikið sem eft­ir stend­ur.

„Það sakaði eng­an, all­ir komust út í tíma. Það virðist sem elds­upp­tök­in hafi verið í eld­hús­inu,“ sagði Snorri Bald­urs­son, varaslökkviliðsstjóri hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu í sam­tali við mbl.is

Snorri sagðist ekki vita til þess að tek­ist hefði að bjarga þeim verðmæt­um sem í hús­inu voru en tölu­vert af lista­verk­um var þar inni.

Á staðnum eru fimm slökkvi­bíl­ar og einn sjúkra­bíll. Yfir hundrað manns fylgj­ast með elds­voðanum af brúnni skammt frá hót­el­inu og um 30 manns hinum meg­in við ána.

„Það skíðlog­ar og legg­ur reyk upp af Val­höll sem sést víða að. Flug­vél­ar sveima hér yfir en lög­regla stöðvar alla um­ferð við af­leggj­ar­ann inn í þjóðgarðinn. Engu að síður er hér tölu­vert af fólki að fylgj­ast með. Það standa eld­tung­ur upp úr nýrri hluta húss­ins og aðal­inn­gang­ur­inn er rúst­ir ein­ar. Þetta lít­ur mjög illa út og ekki að sjá að við Þetta verði ráðið,“ sagði Dag­ur Gunn­ars­son, blaðamaður mbl.is á Þing­völl­um.

Slökkvilið brá á það ráð að leggja slöng­ur út í Þing­valla­vatn. Nokkuð vinda­samt er á Þing­völl­um sem hjálp­ar ekki til við slökkvi­starfið.

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​Guðmund­ur Karl
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert