Landsbankinn fær ekki eignirnar

Viðskiptunum við útibú Landsbankans í Lúxemborg er slegið upp á …
Viðskiptunum við útibú Landsbankans í Lúxemborg er slegið upp á forsíðu Round Town News.

Dóm­ari í Denia á Spáni hef­ur úr­sk­urðað að þrota­bú Lands­bank­ans í Lúx­em­borg geti ekki gengið að eign­um viðskipta­vina sem töpuðu fé í viðskipt­um við bank­ann. Sam­tök­in Lands­banki Victims Acti­on Group vænt­ir sömu dómsniður­stöðu í sam­bæri­leg­um mál­um á Mar­bella og Mall­orca.

Vísaði dóm­ari mál­inu til rétt­ar í Madrid en kom jafn­framt í veg fyr­ir að hægt yrði að ganga að eign­un­um. Slíkt gæti valdið eig­end­un­um „óbæt­an­leg­um skaða“.

Fjallað er um málið í dag­blaðinu Round Town News á Costa Blanca og því slegið upp á forsíðu með mynd af and­dyri Lands­bank­ans í Aust­ur­stræti.

Seg­ir þar að lög­fræðing­ar spænsku lög­manna­stof­unn­ar Mart­inez Echevarria Perez og Fer­rero telji að hundruð lán­tak­enda hafi verið svikn­ir í viðskipt­un­um og und­ir­búi nú að hefja mál­sókn gegn bank­an­um og ráðgjöf­um hans sem hafi selt þjón­ust­una á röng­um for­send­um.

En í sem stystu máli gekk samn­ing­ur­inn út á að losa um fé sem bundið var í fast­eign­um viðskipta­vina. Gátu þeir þannig fengið fjórðung áætlaðs verðmæti fast­eign­ar­inn­ar greidd­an út í hönd, af­gang­ur­inn var færður í fjár­fest­ing­ar­sjóðinn Lex Life.

Fólkið hef­ur síðan farið afar illa út úr viðskipt­un­um, fast­eign­irn­ar hafa lækkað og sjóður­inn gufað upp.

Seg­ir í Round Town News að viðskipti af þessu tagi hafi verið bönnuð í Bretlandi síðan 1990 en viðskipta­vin­ir voru lokkaðir til þess að bæta lausa­fjár­stöðuna með vænt­ing­um um að fjár­fest­ing­in í sjóðnum myndi standa straum af öll­um út­gjöld­um og jafn­vel út­vega þeim auka­tekj­ur.

Held­ur lög­fræðing­ur­inn Santiago de la Cruz því fram að viðskipt­in hafi verið svik þar sem fjár­fest­um hafi verið lofaður arður sem aldrei hafi verið hægt að standa und­ir.

John Hem­us átti í viðskipt­um við Lands­bank­ann og kveðst hann fagna niður­stöðunni mjög, enda hafi sam­tök­in nú öfl­ugt vopn í bar­átt­unni við bank­ann.

Frá Denia á Costa Blanca.
Frá Denia á Costa Blanca.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert