Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við erlenda kröfuhafa Landsbanka, Glitnis og Kaupþings þrátt fyrir stíf fundahöld, en viðræðunum á að ljúka í síðasta lagi næsta föstudag.
Skilanefndir gömlu bankanna og viðræðunefnd ríkisins hafa fundað með erlendum kröfuhöfunum síðustu daga í London.
Heimildir Morgunblaðsins herma að langt sé á milli íslensku viðræðuaðilanna og kröfuhafanna sem stendur. Hins vegar á að reyna til þrautar að ná samningum á næstu dögum. thordur@mbl.is