Flutningarnir ganga vel

Mjöltankar HB Granda.
Mjöltankar HB Granda. HB Grandi / Sigurður Gunnarsson

Norski dráttarbáturinn, sem dregur pramma með 10 mjöltönkum og öðrum búnaði til Vopnafjarðar, er væntanlegur þangað á sunnudagskvöld. Dráttarbáturinn og praminn fóru frá Reykjavík á fimmtudagskvöld og lá leiðin suður fyrir land.

Dráttarbáturinn er nú staddur undan Suð-Austurlandi. Að sögn Ólafs Guðlaugssonar, verkefnisstjóra hjá vélsmiðjunni Héðni, hefur ferðin gengið afar vel, enda veður verið eins og best verður á kosið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert