Hrikaleg sjón

mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

„Þetta er al­veg hrika­leg sjón að sjá og síðan er þetta til­finn­inga­tengt allt sam­an því Val­höll er auðvitað svo stór part­ur af þess­um sögu­fræga stað. Það er mik­ill sjón­ar­svipt­ir af þessu húsi hér,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra þar sem hún stóð við rúst­ir Hót­els Val­hall­ar á Þing­völl­um í dag.

Fjöldi fólks hef­ur farið að Þing­völl­um í dag og blas­ir hrika­leg sjón við þeim sem leggja leið sína að bruna­rúst­un­um við Hót­el Val­höll. Fátt stend­ur uppi af þessu húsi sem geym­ir hluta sög­unn­ar.

Hót­el Val­höll var rif­in að hluta í nótt en húsið gjör­eyðilagðist í eldi í gær. Það verður rifið á næstu dög­um. Búið er að taka skýrsl­ur af nokkr­um starfs­mönn­um en rann­sókn á elds­upp­tök­um er í hönd­um lög­regl­unn­ar á Sel­fossi.

„Það er mjög erfitt að horfa upp á þetta og var mjög erfitt að fylgj­ast með elds­voðanum í gær. Það er gríðarlegt eigna­tjón en það á eft­ir að meta hvert það er en maður get­ur þó huggað sig við að það að ekki urðu slys á fólki,“ sagði for­sæt­is­ráðherra við bruna­rúst­irn­ar á Þing­völl­um.

Seint í gær­kvöld logaði enn í glæðum og stóð slökkvistarf fram á miðja nótt. Þegar í nótt var haf­ist handa við að rífa húsið og var not­ast við krabba, þann sama og notaður var við niðurrifið í Lækj­ar­götu­brunanaum.

„Svo þarf auðvitað að fara yfir það, Þing­valla­nefnd og fleiri þurfa að meta það hvað hér verður gert. Ég hef ekki myndað mér skoðun á því hvað eigi að gera. Maður er að reyna að jafna sig á þessu því þetta er auðvitað áfall. Ég held að menn þurfi bara að taka sér góðan tíma í að skoða hvað gert verður. Það eru nú ekki mikl­ir pen­ing­ar til staðar til að fara í upp­bygg­ingu hér strax. Fyrst og fremst þarf að hreinsa hér burt rúst­ir og kannski þarf að grafa burt eitt­hvað af jarðvegi, m.a. vegna líf­rík­is. Síðan þarf að þekja svæðið og ganga vel frá því. Í fram­hald­inu verður metið hvort og hvar end­ur­bygg­ing­in verður. Mér finnst ekki sjálf­gefið að hér verði endi­lega hót­el­rekst­ur aft­ur. En spurn­ing­in er hvort hót­el­rekst­ur verður byggður upp á öðrum stað í þjóðgarðinum,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir á Þing­völl­um.

Hún seg­ir að Þing­valla­nefnd muni skoða framtíðar­upp­bygg­ingu en ný Þing­valla­nefnd verði skipuð í næstu viku.

mbl.is/​Björn Jó­hann Björns­son
Mynd Sól­ný Páls­dótt­ir
Mynd Sól­ný Páls­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert