Illa gengur að ráða í störf

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Við fáum þau skilaboð frá fyrirtækjum að illa gangi að ráða fólk í ákveðin störf þrátt fyrir mikið atvinnuleysi,“ segir Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

„Það er augljóst að vinnumiðlunin hjá Vinnumálastofnun vinnur ekki nægilega skipulega. Það er ekki nógu öflugt samband milli fyrirtækja sem eru að ráða fólk og fá ekki fólk í vinnu og svo hins vegar Vinnumálastofnunar. Fólk kemst greinilega upp með að vinna ekki þó því standi vinna til boða.“

Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar varðar það bótamissi að hafna starfi sem býðst með sannanlegum hætti. Á vef Vinnumálastofnunar er langur listi yfir störf í boði, sem ekki virðist hægt að manna þrátt fyrir mikið atvinnuleysi.

„Óeðlilega stór hópur“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert