Óvenjumikil umferð rússneskra kafbáta hefur verið um Norður-Atlantshaf í sumar, að því er fram kemur á heimasíðu Varnarmálastofnunar.
Tveir rannsóknarkafbátar rússneska sjóhersins, studdir kjarnorkuknúnum árásar- og þjónustukafbátum, hafa haldið sig á svæðinu við Norður-Atlantshafshrygginn, frá Færeyjum norður að Svalbarða.
Kafbátaleitarflugvélar hafa fylgst náið með ferðum kafbátanna á sínu eftirlitssvæði og miðlað upplýsingum til upplýsingakerfa Atlantshafsbandalagsins.