Milljarða veðsetning Landsbanka

Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson voru eigendur …
Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson voru eigendur Samsonar eignarhaldsfélags. mbl.is/Kristinn

Skuld­ir Sam­son­ar, upp á rúm­lega 112 millj­arða í nóv­em­ber í fyrra, á móti litl­um sem eng­um eign­um, eru til­komn­ar að stór­um hluta vegna veðsetn­ing­ar á hlut fé­lags­ins í Lands­bank­an­um.

Sam­son veðsetti hlut sinn í Lands­bank­an­um fyr­ir tug­millj­arða lán­um. Meðal ann­ars eru yfir 50 millj­arða lán frá Comm­erzbank og Stand­ard-bank­an­um frá Suður-Afr­íku.

Eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu hafa Björgólfs­feðgar, eig­end­ur Sam­son­ar, ekki enn greitt um 6 millj­arða króna lán hjá Nýja Kaupþingi sem til­komið er vegna kaupa fé­lags­ins á 45,8 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. Fé­lagið naut hins veg­ar góðs af æv­in­týra­leg­um upp­gangi ís­lensks efna­hags­lífs árin á eft­ir einka­væðing­unni, 2003 til 2008, og voru þar bank­arn­ir þrír, Lands­bank­inn, Kaupþing og Glitn­ir, í aðal­hlut­verki.

Eft­ir hrun bank­anna í októ­ber í fyrra hvarf helsta veð fyr­ir næst­um öll­um lán­um Sam­son­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert