Mistök í Icesave-samningnum?

mbl.is/Ómar

„Mér sýn­ist í fljótu bragði að Ragn­ar [H. Hall] taki ekki til­lit til þeirra miklu áhrifa sem neyðarlög­in hafa í þessu efni. Þau breyta grund­vallar­for­send­um hvað varðar kröf­ur í bú. Sam­kvæmt þeim eru inn­lán­in al­gjör­ar for­gangs­kröf­ur og það jafn­sett­ar,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra um gagn­rýni sem Ragn­ar H. Hall hrl. setti fram í blaðagrein í Morg­un­blaðinu í gær.

Í grein­inni seg­ir Ragn­ar að svo virðist sem mis­tök hafi verið gerð af hálfu ís­lenskra stjórn­valda við upp­gjör á þrota­búi Lands­bank­ans. Eign­ir úr bú­inu ganga meðal ann­ars upp í greiðslur til þeirra sem áttu inn­stæður á Ices­a­ve-reikn­ing­um í Hollandi og Bretlandi.

Í grein­inni seg­ir Ragn­ar að fyrst eigi að út­hluta eign­um úr bú­inu upp í kröf­ur sem Trygg­ing­ar­sjóður inn­stæðueig­enda á Íslandi þarf að ábyrgj­ast, sem nem­ur lág­marks­trygg­ingu, 20.887 evr­um. Það sé í takt við lög – að teknu til­liti til neyðarlag­anna – og hin eðli­lega fram­kvæmd. Þetta geti skipt sköp­um fyr­ir Ísland í samn­ing­un­um.

Samn­ing­ur­inn um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­ar, sem nú er til um­fjöll­un­ar hjá Alþingi, ger­ir ráð fyr­ir því að Bret­ar greiði mis­mun­ar­fjár­hæð á 20.887 evr­um, ábyrgð Íslands, og þeirri ábyrgð sem breski sjóður­inn ábyrg­ist, sem er 50.000 pund. Breski trygg­ing­ar­sjóður­inn eigi í reynd jafn­setta kröfu á skila­nefnd Lands­bank­ans vegna þess sem hann greiddi um­fram lög­mælta skyldu Íslands [e. top up].

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert