Skýrslur teknar af starfsmönnum Valhallar

mbl.is

Rann­sókn er haf­in á upp­tök­um brun­ans sem varð í gær í Hót­el Val­höll á Þing­völl­um. Lög­regl­an á Sel­fossi fer með rann­sókn­ina og hafa skýrsl­ur verið tekn­ar af nokkr­um starfs­mönn­um hót­els­ins. Lög­reglu­vakt hef­ur verið á svæðinu og verður áfram í dag og á morg­un.

Lög­regl­an á Sel­fossi bein­ir því til fólks sem fer til Þing­valla í dag og á morg­un að halda sig í hæfi­legri fjar­lægð frá bruna­rúst­un­um, leggi það leið sína að þeim.

Hreins­un­ar­starf er hafið á brunastað en vett­vangs­rann­sókn fer fram á mánu­dag. Rann­sókn­ar­lög­reglu­menn tækni­deild­ar Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu voru kallaðir til aðstoðar og komu þeir á bruna­vett­vang strax í gær. Þeir munu vinna við frek­ari vett­vangs­rann­sókn á mánu­dag.

Lítið stend­ur eft­ir af hót­el­bygg­ing­unni og er óvíst á þess­ari stundu hvort eða hvernig verður byggt upp á Val­hall­ar­reitn­um. Sig­urður K. Odds­son, þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um, sagðist í sam­tali við mbl.is telja best að tyrfa yfir reit Hót­el Val­hall­ar og ganga snyrti­lega frá hið fyrsta.

Fyr­ir ligg­ur að marg­ir aðilar hafa orðið fyr­ir tjóni í brun­an­um og þá mest hús­eig­andi og rekstr­araðili. Starfs­menn og gest­ir misstu per­sónu­lega muni sína. Þá skemmd­ist búnaður á veg­um fyr­ir­tækj­anna Sím­ans og Mílu, sem var á og við hót­elið, í brun­an­um.

Lög­regl­an á Sel­fossi vill koma á fram­færi þakk­læti til allra þeirra sem lögðu lið við slökkvi­starfið sem og fjöl­miðlafólki sem sýndi mikla til­lit­semi og aðgát á bruna­vett­vangi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka