Vel heppnað Landsmót UMFÍ

Fjöldi fólks fylgdist með keppninni á frjálsíþróttavellinum í dag.
Fjöldi fólks fylgdist með keppninni á frjálsíþróttavellinum í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mjög góð stemning hefur verið á 26. Landsmóti Ungmennafélags Íslands, sem hófst á Akureyri á fimmtudaginn og lýkur á morgun. Veðrið hefur verið frábært allan tímann; glampandi sól og hátt í 20 stiga hiti. Fjöldi fólks er á Akureyri í tengslum við mótið.

Í dag tvíbætti Ásdís Hjálmsdóttir, ÍBR, landsmótsmetið í spjótkasti og Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ nældi í þriðju gullverðlaun sín á mótinu, þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi.

Starfshlaupið vakti mikla athygli og um eitt þúsund áhorfendur skemmtu sér konunglega þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður og fleiri kempur reyndu með sér í 400 metra hlaupi með ýmsum skrautlegum útúrdúrum og þrautum.

Ítarlega verður fjallað um Landsmót UMFÍ í Morgunblaðinu á mánudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert