Mynd 1 af 41Helga G. Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, afhjúpa fjóra bautasteina við nýja íþróttaleikvanginn á Þórssvæðinu í Glerárhverfi. Skapti Hallgrímsson
Mynd 2 af 41Engu líkara er en þarna sé ein kona á ferðinni í 200 m hlaupi en þrír skuggar leiða sannleikann í ljós. Stúlkurnar eru, frá vinstri, Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, Hugrún Jörundsdóttir úr ÍBH og Guðbjörg Rúnarsdóttir, ÍBH.Skapti Hallgrímsson
Mynd 3 af 41Björn Stefánsson ÍBA í skotgreininni "sporting", leirdúfuskotfimi.Skapti Hallgrímsson
Mynd 4 af 41Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona.Skapti Hallgrímsson
Mynd 5 af 41HSK menn í bridskeppninni.Skapti Hallgrímsson
Mynd 6 af 41Helga G. Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, brosa breitt eftir að þau afhjúpuðu fjóra bautasteina við nýja íþróttaleikvanginn á Þórssvæðinu í Glerárhverfi. Skapti Hallgrímsson
Mynd 7 af 41Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK kemur fyrst í mark í fyrri riðli 100 m grindahlaupsins í gær. Til vinstri er Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir úr ÍBR. Skapti Hallgrímsson
Mynd 8 af 41Gamla kempan, Ólafur Guðmundsson úr HSK, fyrstur um miðbik seinni riðils 110 m grindahlaupsins en Bjarki Gíslason úr UFA/UMSE fór fram úr honum og kom fyrstur í mark. Þriðji er Sigurður L. Stefánsson úr Fjölni, sem einnig komst í úrslit. Besta tímanum í greininni náði Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ. Skapti Hallgrímsson
Mynd 9 af 41Franziska Jóney Pálsdóttir úr HSK komst áfram úr undankeppni hástökksins.Skapti Hallgrímsson
Mynd 10 af 41Guðrún Haraldsdóttir úr ÍBR vippar sér yfir stöngina í hástökkskeppninni.Skapti Hallgrímsson
Mynd 11 af 41Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ kemur fyrstur í mark í riðlakeppni 200 m hlaupsins.Skapti Hallgrímsson
Mynd 12 af 41Steinþór Óskarsson úr ÍBR á undan Haraldi Einarssyni, HSK, í riðlakeppni 200 m hlaupsins.Skapti Hallgrímsson
Mynd 13 af 41Bjarni Malmquist úr Fjölni í undankeppni langstökksins.Skapti Hallgrímsson
Mynd 14 af 41Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, færði Gunnlaugi Júlíussyni ofurhlaupara lárviðarsveig þegar hann kom hlaupandi inn á setningarhátíð landsmótsins á Þórsvellinum, og lauk þar með hlaupi sínu frá Reykjavík til Akureyrar. Skapti Hallgrímsson
Mynd 15 af 41Stefán Friðgeirsson á Svanbaldri frá Litla Hóli, 16 vetra, í fjórgangskeppninni. Þeir félagarnir kepptu fyrir ÍBA.Skapti Hallgrímsson
Mynd 16 af 41Baltasar Kormákur, leikstjórinn kunni, á Brimi frá Bakka í fjórgangskeppninni. Þeir kepptu fyrir UMSS.Skapti Hallgrímsson
Mynd 17 af 41Aðstæður fyrir siglingamenn voru framúrskarandi. Hlýtt en góður vindur. Skemmtiferðarskipið við Oddeyrarbryggjuna skapaði fallegan bakgrunn.Skapti Hallgrímsson
Mynd 18 af 41Hugrún Geirsdóttir úr HSK vandar sig við pönnukökubaksturinn.Skapti Hallgrímsson
Mynd 19 af 41Dómarar telja pönnukökurnar, vega útlit þeirra og meta.Skapti Hallgrímsson
Mynd 20 af 41Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ sigraði með yfirburðum í 200 metra hlaupinu. Fyrr um daginn hafði hann tryggt sér sigur í langstökki þannig að hann byrjar heldur betur vel á Landsmótinu. Þessi efnilegi íþróttamaður stefnir ótrauður að því að bæta a.m.k. tvennum gullverðlaunum enn í safnið. Skapti Hallgrímsson
Mynd 21 af 41Sandra Pétursdóttir úr ÍBR sigraði mjög örugglega í sleggjukast.Skapti Hallgrímsson
Mynd 22 af 41Erla Dögg Haraldsdóttir syndir til sigurs í 100 metra bringusundinu í norðlenskri sól í gær. Vitað mál var að hún og unnusti hennar, Árni Már Árnason, bæði úr UMFN, væru lang sigurstranglegustu og þau létu verkin tala. Skapti Hallgrímsson
Mynd 23 af 41Fjölmargir tóku þátt í sýningargreininni kirkjutröppuhlaupi, einni ferð upp. Þessi ungi piltur, Númi Kárason, náði mjög góðum tíma. Skapti Hallgrímsson
Mynd 24 af 41Pétur Eyþórsson, til vinstri, úr ÍBR, sigraði Ólaf Odd Sigurðsson, HSK, í síðustu glímu Landsmóts UMFÍ eftir rúmlega tíu mínútna baráttu.Skapti Hallgrímsson
Mynd 25 af 41Pétur Eyþórsson, til vinstri, úr ÍBR, sigraði Ólaf Odd Sigurðsson, HSK, í síðustu glímu Landsmóts UMFÍ eftir rúmlega tíu mínútna baráttu.Skapti Hallgrímsson
Mynd 26 af 41Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur setningarathöfnina. Hér gengur hann til sætis ásamt Helgu G. Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ, og Birni Jósef Arnviðarsyni, sýslumanni.Skapti Hallgrímsson
Mynd 27 af 41Fjöldi gamalla ungmennafélaga tók þátt í landsmótinu. Hluti hópsins gengur inn á völlinn við setningarathöfnina.Skapti Hallgrímsson
Mynd 28 af 41Starfshlaupið vakti mikla athygli. Hér reynir Kristján Þór Júlíusson alþingismaður og formaður Landsmótsnefndar, að hitta kartöflum ofan í fötu.Skapti Hallgrímsson
Mynd 29 af 41Gunnlaugur Júlíusson tók þátt í fyrsta Eyjafjarðarmaraþoninu strax á laugardagsmorgun, en kvöldið áður lauk hann sex daga hlaupi frá Reykjavík til Akureyrar.Skapti Hallgrímsson
Mynd 30 af 41Lið UÍA og UMSE/UFA eigast við á knattspyrnuvellinum.Skapti Hallgrímsson
Mynd 31 af 41Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir úr ÍBR, lengst til hægri, kemur í mark sigurvegari í 100 m hlaupinu. Hrafnhildur henti sér af svo miklum krafti yfir marklínuna að hún missteig sig og datt en brosti breitt þrátt fyrir smá rispur. Hafdís Sigurðardóttir (49) varð önnur og Linda Björk Lárusdóttrir (203) þriðja. Skapti Hallgrímsson
Mynd 32 af 41Ásdís Hjálmsdótti úr ÍBR sigraði örugglega í spjótkastskeppninni og bætti eigin árangur í kúluvarpi.Skapti Hallgrímsson
Mynd 33 af 41Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ, lengst til hægri, sigrar í 200 m hlaupinu.Skapti Hallgrímsson
Mynd 34 af 41Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍBR stökk 3,60 m í stangarstökki sem er landsmótsmet.Skapti Hallgrímsson
Mynd 35 af 41Kristín Sigfúsdóttir greinarstjóri, Þorsteinn Bergsson UÍA sem nældi sér í silfurverðlaun, Hjördís Haraldsdóttir UMSE, sem sigraði, og Guðný A. Valberg HSK, sem fékk bronsið. Skapti Hallgrímsson
Mynd 36 af 41Hákon Þorvaldsson úr UMSB vandar sig í dráttarvélaakstrinum.Skapti Hallgrímsson
Mynd 37 af 41Þórey Haraldsdóttir slær blakboltann á „ströndinni“ við KA-heimilið. Strandblakið var sýningargrein á landsmótinu.Skapti Hallgrímsson
Mynd 38 af 41Sigurður Aðalsteinsson og Guðmundur Hallgrímsson úr UÍA áður en starfshlaupið hófst. Guðmundur tók nú þátt í 18. Landsmóti UMFÍ og hefur ekki sleppt nema einu síðan hann tók fyrst þátt, á Akureyri 1955. Hann var ekki með á Laugarvatni 1965, því eiginkona hans var þá nýbúin að fæða barn.Skapti Hallgrímsson
Mynd 39 af 41Guðmundur Hólmar Jónsson úr ÍBR sigraði í spjótkastskeppninni.Skapti Hallgrímsson
Mynd 40 af 41Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, keppti í starfshlaupinu. Hér spænir ráðherrann í sig Brynjuís áður en hann gerir atlögu að grindunum. Skapti Hallgrímsson
Mynd 41 af 41Mikil stemning á frjálsíþróttavellinum alla dagana og oft fjölmennt í stúkunni.Skapti Hallgrímsson
Fjöldi fólks fylgdist með keppninni á frjálsíþróttavellinum í dag.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Mjög góð stemning hefur verið á 26. Landsmóti Ungmennafélags Íslands, sem hófst á Akureyri á fimmtudaginn og lýkur á morgun. Veðrið hefur verið frábært allan tímann; glampandi sól og hátt í 20 stiga hiti. Fjöldi fólks er á Akureyri í tengslum við mótið.
Í dag tvíbætti Ásdís Hjálmsdóttir, ÍBR, landsmótsmetið í spjótkasti og Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ nældi í þriðju gullverðlaun sín á mótinu, þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi.
Starfshlaupið vakti mikla athygli og um eitt þúsund áhorfendur skemmtu sér konunglega þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður og fleiri kempur reyndu með sér í 400 metra hlaupi með ýmsum skrautlegum útúrdúrum og þrautum.
Ítarlega verður fjallað um Landsmót UMFÍ í Morgunblaðinu á mánudaginn.