Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur boðað til íbúafundar um málefni Hitaveitu Suðurnesja á morgun. Tilefnið varðar kaup bæjarins á landi og auðlindaréttindum, kaup í HS veitum og sölu á hlutum í HS orku.
Í fréttatilkynningu frá bænum segir að auk bæjarstjóra verði framsögumenn þeir Guðbrandur Einarsson oddviti minnihluta bæjarstjórnar , Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs, Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis Green Energy og Júlíus Jónsson forstjóri HS.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 13. júlí kl: 20:00 í Bíósal Duushúsa og verður sendur beint út á netinu á reykjanesbaer.is