Slökkviliðið gabbað á vettvang

Slökkviliðsbíll
Slökkviliðsbíll mbl.is

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var gabbað á vettvang klukkan hálf níu í morgun þegar tilkynnt var um eld og reyk í Bónusvídeo í Mosfellsbæ. Lögregla kom fyrst á staðinn og varð mönnum fljótlega ljóst að hvorki eldur né reykur var á ferðum og því dregið úr útkallsmætti slökkviliðsins.

Háalvarlegt er að gabba slökkvilið, lögreglu og sjúkrabíl á vettvang, ekki síst vegna forgangsaksturs bílanna sem eykur álag á umferðina.

Göbbum sem þessum hefur fækkað mjög síðustu ár að sögn slökkviliðsins, enda auðvelt að rekja símtöl sem berast til neyðarsímans 112.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert