Starfsmenn AGS mótmæltu

Hol­lend­ing­ar sem komu til lands­ins eft­ir að banka­kerfið hrundi í októ­ber voru afar vel und­ir­bún­ar og komu ís­lensk­um emb­ætt­is­mönn­um í opna skjöldu, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Íslend­ing­ar und­ir­rituðu vilja­yf­ir­lýs­ingu ásamt Hol­lend­ing­um um lán á 6,7% vöxt­um eft­ir að samn­inga­nefnd þeirra hafði skír­skotað til út­reikn­inga Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins,sem kvæðu á um að Íslend­ing­ar gætu borið slíka vexti. Þegar út­reikn­ing­arn­ir voru born­ir und­ir starfs­menn AGS voru þeir afar ósátt­ir við að sjóðnum hefði verið beitt með þess­um hætti og komu þeir and­mæl­um sín­um á fram­færi við Breta og Hol­lend­inga.

AGS hafði notað þessa vexti í út­reikn­ing­um, en það hafði ekki verið hugsað sem inn­legg eða út­gangspunkt­ur í samn­ingaviðræðum, og sam­kvæmt heim­ild­um tjáðu starfs­menn sjóðsins full­trú­um ís­lenskra stjórn­valda í einka­sam­töl­um að þeir teldu vext­ina frá­leita, enda væru þeir langt fyr­ir ofan markaðsvexti. Ekki mætti blanda skulda­trygg­ingarálagi inn í jöfn­una, þegar lán­veit­ing­in sner­ist fyrst og fremst um að bjarga land­inu úr erfiðleik­um.

Dag­inn eft­ir að vilja­yf­ir­lýs­ing­in var und­ir­rituð með Hol­lend­ing­um, var sest að samn­inga­borðinu með Bret­um. En þá þegar höfðu ís­lensk stjórn­völd gert sér ljóst að þau hefðu samið af sér gegn Hol­lend­ing­um og leik­ur­inn var ekki end­ur­tek­inn með Bret­um.

Íslensk stjórn­völd til­kynntu svo hol­lensk­um stjórn­völd­um að ekki yrði gerður samn­ing­ur sem byggðist á vilja­yf­ir­lýs­ing­unni.

Sjá nán­ar í ít­ar­legri um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka