Stefnir í heitasta dag sumars

Sólin leikur við höfuðborgarbúa í dag eins og sjá má …
Sólin leikur við höfuðborgarbúa í dag eins og sjá má í Nauthólsvíkinni. mbl.is/Júlíus

Það stefn­ir í að dag­ur­inn í dag verði sá heit­asti á Suðvest­ur­horn­inu það sem af er sumri. Hiti þar hef­ur verið að mæl­ast í kring­um 22 stig. Hlýj­ast á land­inu er á höfuðborg­ar­svæðinu. Hita­met í Reykja­vík í júlí er tæp 26 stig og mæld­ist það 30.júlí í fyrra. Dag­ur­inn í dag er því nokkuð langt frá met­inu.

Næstu daga verður skýjað og því kóln­ar vænt­an­lega eitt­hvað á suður- og vest­ur­landi, en þó gæti hlýnað aft­ur næstu helgi.

Fyr­ir norðan og aust­an verður held­ur svalt og rign­ing í vik­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert