Það stefnir í að dagurinn í dag verði sá heitasti á Suðvesturhorninu það sem af er sumri. Hiti þar hefur verið að mælast í kringum 22 stig. Hlýjast á landinu er á höfuðborgarsvæðinu. Hitamet í Reykjavík í júlí er tæp 26 stig og mældist það 30.júlí í fyrra. Dagurinn í dag er því nokkuð langt frá metinu.
Næstu daga verður skýjað og því kólnar væntanlega eitthvað á suður- og vesturlandi, en þó gæti hlýnað aftur næstu helgi.
Fyrir norðan og austan verður heldur svalt og rigning í vikunni.