Davíð Oddsson verður meðal gesta Sölva Tryggvasonar og Þorbjörns Þórðarsonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í umræðuþættinum Málefnið sem sýndur verður á SkjáEinum í kvöld. Verða Icesave-málin til umræðu þar en tilgangur þáttarins er að skýra málið frá öllum hliðum.
Davíð verður einn í viðtali fyrri hluta þáttarins. Í seinni hlutanum koma þeir Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon.
Þátturinn er unninn í samvinnu við Morgunblaðið og verður leitast við að svara þeim spurningum sem brenna á þjóðinni, svo sem hvað Icesave sé og hver áhrif samningurinn muni hafa á gengi íslensku krónunnar.
Málefnið er sent beint út og hefst klukkan 19:30.