Engin ríkisábyrgð á Icesave

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri Ómar Óskarsson

Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri, seg­ir það al­veg ljóst að það sé eng­in rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans. Það sé grát­legt að sjá ís­lensk stjórn­völd gef­ast upp fyr­ir­fram og reg­in­mis­tök­in hafi verið þau að telja sig skuld­bundna til að greiða. Davíð úti­lok­ar ekki end­ur­komu í stjórn­mál­in. Þetta kom fram í þætt­in­um Mál­efn­in sem sýnd­ur er á Skjá ein­um í kvöld í sam­starfi við Morg­un­blaðið

Að sögn Davíðs, sem var for­sæt­is­ráðherra á þeim tíma er Lands­bank­inn var seld­ur til Sam­sons-hóps­ins, kom  fram á sín­um tíma á Alþingi að eng­in rík­is­ábyrgð fylgdi með í söl­unni á Lands­bank­an­um. 

Hann seg­ir að varn­arþing Íslands í þessu máli sé hér á landi og ekki sé spurn­ing um að Ísland fari með málið fyr­ir dóms­stóla held­ur sé það þeirra sem telji að Ísland skuldi sér fé.  Það séu þeir sem sækja málið og þá vænt­an­lega fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Aðspurður sagðist Davíð vona það að við fær­um þannig að ef staðan væri öðru­vísi. Það er ef um bresk­an banka væri að ræða og að ís­lenska ríkið væri að sækja fé þangað. Þetta væru lýðræðisþjóðir ekki fót­bolta­leik­ur. 

Hann seg­ir að það sé ljóst að Íslend­ing­ar muni greiða skuld­bind­ing­ar sín­ar ef dóm­stóll kemst að þeirri niður­stöðu að ís­lenska rík­inu beri að greiða skuld­bind­ing­ar vegna Ices­a­ve. 

Davíð tók Lehm­an bræður fyr­ir sem ekki gátu greitt út það sem deCode átti inni hjá þeim og því hafi þurft að segja upp fullt af fólki. Ekki hefðu ís­lensk stjórn­völd farið í mál við þau banda­rísku vegna þessa. 

Davíð var spurður að því í þætt­in­um hvers vegna hann hafi skrifað und­ir sam­komu­lagið við Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn ef því fylgdu skuld­bind­ing­ar vegna Ices­a­ve en Davíð seg­ir að það sé ekki sagt beint í samn­ingn­um að greiða þurfi fyr­ir Ices­a­ve.  Davíð staðfesti í viðtal­inu að hann hafi bent full­trúa Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins á að hann réði ekki í húsa­kynn­um Seðlabanka Íslands.

Davíð var spurður út í viðbrögð banka­stjóra Lands­bank­ans þegar hann sagði þeim að ekki kæmi til greina að þeir gerðu ís­lensku þjóðina gjaldþrota líkt og þeir væru á góðri leið með að gera við Björgólf Guðmunds­son. Sagði Davíð að þeir hafi ekki tekið því  sér­stak­lega vel. Ljóst að þeir hafi túlkað það þannig að þeir hefðu rík­is­ábyrgð. Davíð seg­ir að ef Bret­ar tryðu því að ís­lenska ríkið hafi alltaf borið ábyrgðina þá hefðu þeir ekki kraf­ist þess að sett yrði rík­is­ábyrgð nú.

Staðfest­ir að gögn­in séu til

Davíð staðfesti að gögn sem hann vís­ar til í viðtali við Morg­un­blaðið ný­verið séu til. Þau séu vænt­an­lega til hjá ein­hverj­um ráðuneyt­um og rann­sókn­ar­nefnd­inni. Hann seg­ir að birta eigi gögn­in en það sé ekki hans að fá þau birt og vísaði þar til orða Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra, um að hann væri elli­líf­eyr­isþegi. Hann sagði að til væru upp­tök­ur af sam­tali við banka­stjóra Eng­lands­banka sem ekki taldi að rík­is­ábyrgð væri á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans.

Hann seg­ir að marg­ir verði hissa á því þegar í ljós kem­ur hversu snemma Seðlabanki Íslands varaði við hrun­inu. Hann seg­ir að hann sé ekki und­an­skil­in frek­ar en aðrir í því að bera ein­hverja ábyrgð. 

Davíð sagði að í júní í fyrra hafi komið í ljós að Lands­banka­menn höfðu ekk­ert gert í því að færa Ices­a­ve reikn­ing­ana í dótt­ur­fé­lag í Bretlandi líkt og rætt hafði verið á fundi þrem­ur mánuðum áður. 

Vissi ekki um lán Sam­son í Búnaðarbank­an­um

Davíð sagði í viðtal­inu að hann hefði ekki vitað til þess að eig­end­ur Sam­son hefðu fengið hluta af kaup­verði Lands­bank­ans að láni í Búnaðarbank­an­um. Hann seg­ir að þetta sé af­skap­lega dap­ur­legt. 

Aðspurður um hvar hann hafi geymt sína pen­inga þegar bank­arn­ir hrundu sagði Davíð að þeir hafi verið í Lands­bank­an­um og hann hafi tapað um fjór­um millj­ón­um króna.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka