Farbannsúrskurður felldur úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi farbannsúrskurð yfir bandarískum ríkisborgara sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Rétturinn klofnaði í afstöðu sinni.

Samkvæmt ákæru ríkissaksóknara, sem gefin var út 15. júní sl. liggur fyrir rökstuddur grunur um að ákærði hafi, aðfaranótt 8. maí, gerst sekur kynferðisbrot með því að hafa haft samræði við konu á hótelherbergi í Reykjavík, gegn vilja hennar og við það notfært sér að hún hafi hvorki getað spornað við né skilið þýðingu verknaðar ákærða þar sem hún taldi að um annan mann væri að ræða. Maðurinn fór inn í hótelherbergið þar sem konan lá ein sofandi eftir að hafa haft samræði við félaga mannsins skömmu áður og átti konan von á þeim manni til baka inn í herbergið.

Maðurinn var handtekinn 8. maí og sat í gæsluvarðhaldi til 15 maí. Þegar gæsluvarðhaldið rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann til 12. júní og síðan aftur til 10. júlí. Þann dag fór ríkissaksóknari fram á að farbannsúrskurður yrði framlengdur þar til dómur verður kveðinn upp í málinu en þó ekki lengur en til 24. júlí.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfuna en maðurinn kærði til Hæstaréttar.

Tveir af þremur dómurum Hæstaréttar töldu ekki ástæðu fyrir frekari framlengingu og felldu úrskurð héraðsdóms úr gildi. féllust á framlengingu Einn dómari var á öndverðum meiði og skilaði séráliti. Hann taldi að fallast bæri á framlengingu farbanns þar til dómur fellur.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert