Landsmenn fái að segja álit sitt á uppbyggingunni

mlb.is/Eggert

„Við eigum að taka okkur tíma til að ákveða hvað eigi að koma í staðinn á Valhallarreitnum. Ég tel rétt að skoða þetta í samráði við heimamenn og þjóðin öll ætti e.t.v. að fá að segja álit sitt á málinu,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á Alþingi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins spurði forsætisráðherra um afstöðu hennar til uppbyggingar á Þingvöllum í kjölfar brunans á föstudag. Þingmaðurinn sagðist spyrja í ljósi ummæla forsætisráðherra í fjölmiðlum og ekki síður ummæla þeirra sem sitja í Þingvallanefnd. Þá benti hann á hvernig Skotar hafa staðið að uppbyggingu í þjóðgarði sínum í Loch Lomond, þar sem stjórnvöld komi takmarkað að hlutum.

Forsætisráðherra sagði brunann á Þingvöllum mikið áfall fyrir þjóðina, enda Valhöll mikilvægur hluti af þessum sögufræga stað. Hún sagði forgangsatriði að ganga sómasamlega frá rústunum. Ekki væri sjálfgefið að byggja upp hótelrekstur á sama stað.

„Þennan reit og uppbyggingu þar á að skoða alveg sérstaklega. Þingvallanefnd kemur væntanlega að málinu en ný nefnd verður væntanlega kjörin á Alþingi í vikunni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert