Leynd ekki aflétt í dag

Engar tölur eru fyrirliggjandi um áætlaða skuldabyrði vegna Icesave-samkomulagsins og verður leyndinni ekki aflétt fyrr en að lokunum fundum í efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd á morgun. Nefndirnar funduðu saman í morgun og lauk fundinum um ellefuleytið.

Jafnframt fundaði utanríkismálanefnd vegna Icesave í morgun og fjárlaganefnd. Forsætisnefnd var boðuð á fund klukkan 11:30, samkvæmt vef Alþingis.

Klukkan 13 hafa formenn þingflokka verið boðaðir á fund en þingfundur hefst klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnartíma. Á fundinum sitja utanríkisráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra, félags- og tryggingamálaráðherra, viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir svörum þingmanna.

Að því loknu hefst síðari umræða um mögulega aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka