Leynd ekki aflétt í dag

Eng­ar töl­ur eru fyr­ir­liggj­andi um áætlaða skulda­byrði vegna Ices­a­ve-sam­komu­lags­ins og verður leynd­inni ekki aflétt fyrr en að lok­un­um fund­um í efna­hags- og skatta­nefnd og fjár­laga­nefnd á morg­un. Nefnd­irn­ar funduðu sam­an í morg­un og lauk fund­in­um um ell­efu­leytið.

Jafn­framt fundaði ut­an­rík­is­mála­nefnd vegna Ices­a­ve í morg­un og fjár­laga­nefnd. For­sæt­is­nefnd var boðuð á fund klukk­an 11:30, sam­kvæmt vef Alþing­is.

Klukk­an 13 hafa for­menn þing­flokka verið boðaðir á fund en þing­fund­ur hefst klukk­an 15 með óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma. Á fund­in­um sitja ut­an­rík­is­ráðherra, dóms- og kirkju­málaráðherra, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, viðskiptaráðherra og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, fyr­ir svör­um þing­manna.

Að því loknu hefst síðari umræða um mögu­lega aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert