Skólar bjóða Íslendingum afslátt

Evrópski hönnunarskólinn Instituto di Design (IED) býður íslenskum nemum að greiða skólagjöldin fyrir skólaárið sem nú fer í hönd á genginu 145 krónur fyrir evruna, en gengið er núna, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi, um 180 krónur.

Arnþrúður Jónsdóttir, sölustjóri Lingo, sem hefur milligöngu um skólavist, segir að þessi gjaldeyristrygging sé einungis í boði fyrir Íslendinga.

Hún segist hafa átt í samstarfi við skólann í 19 ár og nefnir að þar séu menn meðvitaðir um hve fjármálakreppan lék okkur og gengi krónunnar illa, sem hafi gert skólagjöldin óhagstæðari. Því hafi þetta samkomulag verið gert.

Skólaárið í BA-námi hjá IED kostar 8.700 evrur, eða um 1,3 milljónir króna með gjaldeyrisvörninni, sem er um 20% afsláttur miðað við gengið. Ekki hefur enn verið ákveðið að veita sambærileg kjör á hinum árunum tveimur, sem eftir væru í BA-námi. Á síðasta ári fóru um 30 íslenskir nemar í skólann. Arnþrúður reiknar með minni áhuga í ár. Auk krónuvandræða upplýsti LÍN ekki um úthlutunarreglur fyrr en í lok júní í stað byrjunar maí, bendir hún á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert