„Vonandi verður atkvæðagreiðsla um tillögu um aðildarumsókn að ESB með þeim hætti að þessi ríkisstjórn starfar áfram,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á Alþingi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks spurði ráðherra um aðildarumsókn að ESB og ríkisstjórnarsamstarf og hótanir um ríkisstjórnarslit ef tillagan yrði felld.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði engum hótunum hafa verið beitt.