Vonandi starfhæf ríkisstjórn eftir atkvæðagreiðslu

„Vonandi verður atkvæðagreiðsla um tillögu um aðildarumsókn að ESB með þeim hætti að þessi ríkisstjórn starfar áfram,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á Alþingi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks spurði ráðherra um aðildarumsókn að ESB og ríkisstjórnarsamstarf og hótanir um ríkisstjórnarslit ef tillagan yrði felld.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði engum hótunum hafa verið beitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert