Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar samþykkti á fundi í kvöld skilmála samkomulags við Geysi Green Energy. Ákveðið hefur verið að fela bæjarráði að ganga frá sölu á hlut bæjarins í HS orku og kaup á stærri hluta í HS veitum.
Fulltrúar minnihlutans vildu fresta afgreiðslu málsins.
Þá hefur verið gengið endanlega frá kaupum bæjarins á jarðhitasvæði í Svartsengi og á Reykjanesi, sem og leigu til HS orku á nýtingarrétti á þeim auðlindum.