Ekki formleg umsögn Seðlabanka

„Þetta er ekki form­legt álit Seðlabank­ans á Ices­a­ve-samn­ing­un­um. Það kem­ur skýrt fram í bréfi sem ég fékk frá yf­ir­lög­fræðingi Seðlabank­ans í gær­kvöld að það beri ekki að líta á þetta sem um­sögn Seðlabank­ans. Þá kem­ur fram að verið sé að klára vinnu við um­sögn Seðlabank­ans um málið,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is. Hann seg­ir málið lykta af póli­tík og velt­ir fyr­ir sér hvort viðkom­andi séu enn í vinnu hjá fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóra.

Bréfið sem Árni Þór fékk er und­ir­ritað af Sig­ríði Loga­dótt­ur, aðallög­fræðingi Seðlabank­ans. Árni Þór seg­ir að bréfið verði lagt fram á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is sem hófst fyr­ir stundu.

Greint var frá því í gær að lög­fræðing­ar Seðlabank­ans gagn­rýna Ices­a­ve-samn­ing­ana harðlega í álit sem þeir kynntu þing­nefnd­um, m.a. fjár­laga­nefnd Alþing­is. Ekki hafi verið leitað til lög­fræðinga bank­ans við samn­ings­gerðina og hafi þeir því ekki áður gefið álit sitt, hvorki á rík­is­ábyrgðinni né Ices­a­ve samn­ing­um.

Svavar Gests­son, sendi­herra og formaður samn­inga­nefnd­ar um Ices­a­ve-reikn­ing­anna, lýsti í gær undr­un sinni á lög­fræðiálit­inu og sagði það koma mjög á óvart. Seðlabank­inn hafi haft sinn full­trúa í nefnd­inni sem starfaði með henni all­an tím­ann.

Full­trú­ar Seðlabank­ans voru kallaðir á fund þing­nefnda vegna Ices­a­ve-máls­ins, í krafti stöðu sinn­ar, en töluðu sam­kvæmt bréfi aðallög­fræðings Seðlabank­ans sem ein­stak­ling­ar.

„Ég er al­veg stórundr­andi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lög­fræðing­ar Seðlabank­ans og þá vænt­ir maður þess að það sé að tala í nafni sinn­ar stofn­un­ar. Það gef­ur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagn­rýna ým­is­legt í þess­um samn­ingi en gagn­rýn­in verður að vera á rétt­um for­send­um. Það má ekki villa á sér heim­ild­ir,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson.

Hann seg­ir málið lykta af póli­tík.

„Er þetta ekki bara fólk sem er ennþá í vinnu hjá gamla seðlabanka­stjór­an­um? Maður velt­ir því fyr­ir sér,“ seg­ir formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert