Erlendar skuldir á reiki

Erlendar skuldir íslenska ríkisins nema 140- 240% af vergri landsframleiðslu allt eftir því hvernig reiknað er. Þetta kom fram í fréttum RÚV í morgun. Í Fréttablaðinu kemur fram að erlendar skuldir ríkissjóðs nemi 200% af vergri landsframleiðslu. Inni í þeirri tölu eru skuldbindingar íslenska ríkisins vegna Icesave.

Fulltrúar Seðlabankans hafa verið boðaðir til fundar við efnahags- og skattanefndar Alþingis í fyrramálið. 

 Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV hafa menn í efnahags og skattanefnd Alþingis verið að vinna með tölur sem eru á bilinu 140-240% af vergri þjóðarframleiðslu.  

Skuldirnar fara eftir því hvaða breytur eru teknar með í útreikningana, í hærri tölunni er til dæmis búið að taka mið af öllum skuldum, það er skuldum sveitarfélaga, fyrirtækja og erlendum lánum sem fyrirhugað er að taka á næstunni svo og Icesaveskuldbindingunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert