N1 lækkar eldsneytisverð

N1 hefur ákveðið að lækka verð á bensíni um eina krónu á lítra. Þá lækkar verð á dísilolíu um tvær krónur á lítra. Skýring lækkunarinnar er að sögn lækkandi heimsmarkaðsverð.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu N1 er lægsta verð á 95 oktana bensíni á höfuðborgarsvæðinu 183,20 krónur á lítra  og á dísilolíu 177 krónur á lítra. Á landsbyggðinni er eldsneytisverð hjá N1 lægst í Hveragerði. Þar kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 182,70 krónur en lítrinn af dísilolíu kostar 176,50 krónur.

Upplýsingar um eldsneytisverð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka