Ráðþrota gegn úrræðaleysi

Sverrir Vilhelmsson

„Það er ekkert hægt. Þau eru ráðalaus. Það er alltaf talað um einhverjar nefndir sem eru með öll svörin. Þaðan kemur alltaf nei og ekkert er gert á meðan,“ segir kona, sem vill ekki láta nafns síns getið, um samskipti sín og eiginmanns hennar við starfsmenn Nýja Kaupþings um leitina á lausn skuldavanda hjónanna, sem fóru illa út úr lántöku við húsbyggingu.

Hjónin áttu fasteign í haust sem á hvíldi húsnæðislán í íslenskum krónum frá Kaupþingi. Þau áttu líka aðra eign og hvíldi á henni erlent lán. Sú eign seldist rétt fyrir hrunið. Í kjölfarið ráðlagði bankinn hjónunum að flytja erlenda lánið yfir á hina eignina sem þau gerðu. Erlenda lánið hefur síðan tvöfaldast að verðgildi eftir gengishrunið og greiðslubyrðin þyngst. Auk þess hafa hjónin þurft að greiða af yfirdráttarláni sem þau tóku til að fjármagna byggingu íbúðarhúss sem var ætlað til sölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert