Seðlabanki gagnrýnir

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

All­h­arða gagn­rýni er að finna í um­sögn Seðlabank­ans til fjár­laga­nefnd­ar um Ices­a­ve-samn­ing­ana, sem nefnd­inni var kynnt í gær.

Í lög­fræðilegu áliti kem­ur m.a. fram að ekki hafi verið leitað til lög­fræðinga Seðlabank­ans við samn­ings­gerðina, en samn­ing­ar um Ices­a­ve voru und­ir­ritaðir 5. júní sl. Lög­fræðing­arn­ir hafi því ekki fyrr gefið álit sitt, hvorki á rík­is­ábyrgðinni né samn­ing­un­um sjálf­um. Í áliti lög­fræðing­anna er m.a. vikið að gjald­fell­ing­ar­heim­ild­um í Ices­a­ve-samn­ing­un­um, í tengsl­um við lán­töku rík­is­ins.

Skil­grein­ing á er­lend­um skuld­bind­ing­um geti náð til þeirra ein­földu ábyrgða sem ríkið hafi vegna Lands­virkj­un­ar og Byggðastofn­un­ar, svo dæmi sé tekið. Síðan seg­ir í um­sögn bank­ans: „Kröfu verður því ekki komið á ríkið fyrr en reynt hef­ur verið til þraut­ar að fá greitt hjá þess­um aðilum. En sam­kvæmt þess­um samn­ingi [Ices­a­ve] gæti þetta lán og þar með öll er­lend lán rík­is­ins gjald­fallið ef fyrr­nefnd rík­is­fyr­ir­tæki greiddu ekki á gjald­daga.“

Laga­leg óvissa á sviði ESB-rétt­ar

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert