Seðlabanki gagnrýnir

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Allharða gagnrýni er að finna í umsögn Seðlabankans til fjárlaganefndar um Icesave-samningana, sem nefndinni var kynnt í gær.

Í lögfræðilegu áliti kemur m.a. fram að ekki hafi verið leitað til lögfræðinga Seðlabankans við samningsgerðina, en samningar um Icesave voru undirritaðir 5. júní sl. Lögfræðingarnir hafi því ekki fyrr gefið álit sitt, hvorki á ríkisábyrgðinni né samningunum sjálfum. Í áliti lögfræðinganna er m.a. vikið að gjaldfellingarheimildum í Icesave-samningunum, í tengslum við lántöku ríkisins.

Skilgreining á erlendum skuldbindingum geti náð til þeirra einföldu ábyrgða sem ríkið hafi vegna Landsvirkjunar og Byggðastofnunar, svo dæmi sé tekið. Síðan segir í umsögn bankans: „Kröfu verður því ekki komið á ríkið fyrr en reynt hefur verið til þrautar að fá greitt hjá þessum aðilum. En samkvæmt þessum samningi [Icesave] gæti þetta lán og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið ef fyrrnefnd ríkisfyrirtæki greiddu ekki á gjalddaga.“

Lagaleg óvissa á sviði ESB-réttar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert