Stefna í að vera yfir 200%

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Fjár­málaráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, seg­ir að töl­ur sem nefnd­ar hafa verið um að heild­ar­skuld­ir þjóðarbús­ins er­lend­is séu upp á 3–4.000 millj­arða króna séu ekki frá hon­um komn­ar. Það eina sem hann staðfesti í viðtali við fjöl­miðla var að er­lend­ar skuld­ir stefndu í að verða meira en 200%.

Get­ur numið 2.800-3.000 millj­örðum

„Vegna frétta­flutn­ings í há­deg­inu ósk­ar fjár­málaráðherra eft­ir að taka fram að töl­ur sem nefnd­ar voru um heild­ar­skuld­ir þjóðarbús­ins er­lend­is upp á 3–4.000 millj­arða króna eru ekki frá hon­um komn­ar.

Það eina sem fjár­mál­ráðherra staðfesti í viðtali við fjöl­miðla var að er­lend­ar skuld­ir stefndu í að verða meira en 200%.

Miðað við að verg lands­fram­leiðsla verði tæp­ir 1.430 millj­arðar á þessu ári, er nær lagi að þessi tala geti numið um 2.800–3.000 millj­örðum króna miðað við þær upp­gjörsaðferðir sem Seðlabank­inn og fjár­málaráðuneytið nota," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert