Stefna í að vera yfir 200%

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, segir að tölur sem nefndar hafa verið um að heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis séu upp á 3–4.000 milljarða króna séu ekki frá honum komnar. Það eina sem hann staðfesti í viðtali við fjölmiðla var að erlendar skuldir stefndu í að verða meira en 200%.

Getur numið 2.800-3.000 milljörðum

„Vegna fréttaflutnings í hádeginu óskar fjármálaráðherra eftir að taka fram að tölur sem nefndar voru um heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis upp á 3–4.000 milljarða króna eru ekki frá honum komnar.

Það eina sem fjármálráðherra staðfesti í viðtali við fjölmiðla var að erlendar skuldir stefndu í að verða meira en 200%.

Miðað við að verg landsframleiðsla verði tæpir 1.430 milljarðar á þessu ári, er nær lagi að þessi tala geti numið um 2.800–3.000 milljörðum króna miðað við þær uppgjörsaðferðir sem Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið nota," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka