Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur samþykkt ályktun um Icesave-samningana.
Í ályktuninni segir meðal annars:
„Mikilvægt er að þjóðin standi ávallt við skuldbindingar sínar, sem víst þykir að hún hafi stofnað til. Hins vegar er það algjörlega óljóst hverjar þær eru í þessu tilfelli og þarf að leysa það deilumál áður en til nýrra skuldbindinga er stofnað. Sérstaklega eru það óskiljanleg mistök að fallast á forgangsrétt breskra og hollenskra stjórnvalda í eignasafn Landsbankans fyrir kröfur yfir 20 þúsund evrur og bendir margt til þess að sá afleikur gæti kostað hundruði milljarða króna.
Taka þarf tillit til þess skaða sem viðbrögð breskra stjórnvalda ollu íslenskum hagsmunum. Ennfremur er eðlilegt að því sjónarmiði sé haldið hátt á lofti að gjaldþrot íslensks einkafyrirtækis á Evrópumarkaði geti ekki bakað íslenskum skattgreiðendum þá ábyrgð sem haldið er fram."