SUS ályktar um Icesave

Stjórn Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna hef­ur samþykkt álykt­un um Ices­a­ve-samn­ing­ana.

Í álykt­un­inni seg­ir meðal ann­ars:

„Mik­il­vægt er að þjóðin standi ávallt við skuld­bind­ing­ar sín­ar, sem víst þykir að hún hafi stofnað til.  Hins veg­ar er það al­gjör­lega óljóst hverj­ar þær eru í þessu til­felli og þarf að leysa það deilu­mál áður en til nýrra skuld­bind­inga er stofnað. Sér­stak­lega eru það óskilj­an­leg mis­tök að fall­ast á for­gangs­rétt breskra og hol­lenskra stjórn­valda í eigna­safn Lands­bank­ans fyr­ir kröf­ur yfir 20 þúsund evr­ur og bend­ir margt til þess að sá af­leik­ur gæti kostað hundruði millj­arða króna.

Taka þarf til­lit til þess skaða sem viðbrögð breskra stjórn­valda ollu ís­lensk­um hags­mun­um. Enn­frem­ur er eðli­legt að því sjón­ar­miði sé haldið hátt á lofti að gjaldþrot ís­lensks einka­fyr­ir­tæk­is á Evr­ópu­markaði geti ekki bakað ís­lensk­um skatt­greiðend­um þá ábyrgð sem haldið er fram."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert