Alvarlegt að synja Icesave

Umsögn Seðlabankans um Icesave kynnt fyrir blaðamönnum
Umsögn Seðlabankans um Icesave kynnt fyrir blaðamönnum mbl.is/Ómar

Í skriflegri umsögn Seðlabankans segir að samkvæmt ígrunduðu áliti bankans eru ekki líkur á að íslenska ríkið geti ekki staðið undir Icesave-skuldbindingunum og að synjun á ríkisábyrgð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið og endurreisn atvinnulífsins.  Skoða beri lagalegar athugasemdir lögfræðinga bankans í þessu ljósi.

Í kynningu Sveins Haralds Øygards kom fram að Seðlabankinn miðar við að 75% af eignum Landsbankans gangi upp í að greiða kröfur innlánseigenda. 

 Øygard fór ítarlega yfir skuldastöðu þjóðarbúsins. Heildarskuldir þess myndu nema rúmlega 200% af vergri landsframleiðslu en myndu síðan minnka í 100% um áramótin 2017 og 2018. Gert væri ráð fyrir að á næsta áratug yrði um 10% afgangur af utanlandsviðskiptum, sem væri ný staða á Íslandi, en spáin byggði á stöðunni eins og hún hefði verið undanfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka