Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksformenn hafi fundað með forseta Alþingis í hádeginu. Forseti hafi vísað í bréf frá utanríkisráðuneytinu þar sem sagði að landbúnaðarskýrslan gæti ekki komið fram vegna, m.a. vegna þess að Bændasamtökin hafi kallað hafi eftir trúnaði. Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, segir þetta alrangt.
Auk Bændasamtakanna hafi utanríkisráðuneytið og sjávar- og landbúnaðarráðuneytið kallað eftir trúnaði. Haraldur segir að samtök sín hafi kallað eftir skýrslunni í nokkurn tíma og því fari fjarri að þau hafi beðið um að hún yrði trúnaðarskjal.
Búast má við mótmælum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar þegar þingfundi verið framhaldið kl. 13.15.
Greiða átti atkvæði um aðildarviðræður að ESB síðdegis í dag en óljóst er hvaða áhrif þetta mál mun hafa á dagskránna.