Bændasamtökin neita að hafa beðið um trúnað

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Kristinn Ingvarsson

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að þing­flokks­for­menn hafi fundað með for­seta Alþing­is í há­deg­inu. For­seti hafi vísað í bréf frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu þar sem sagði að land­búnaðar­skýrsl­an gæti ekki komið fram vegna, m.a. vegna þess að Bænda­sam­tök­in hafi kallað hafi eft­ir trúnaði. Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður sam­tak­anna, seg­ir þetta alrangt.

Auk Bænda­sam­tak­anna hafi ut­an­rík­is­ráðuneytið og sjáv­ar- og land­búnaðarráðuneytið kallað eft­ir trúnaði. Har­ald­ur seg­ir að sam­tök sín hafi kallað eft­ir skýrsl­unni í nokk­urn tíma og því fari fjarri að þau hafi beðið um að hún yrði trúnaðarskjal.

Bú­ast má við mót­mæl­um frá þing­mönn­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar þegar þing­fundi verið fram­haldið kl. 13.15.

Greiða átti at­kvæði um aðild­ar­viðræður að ESB síðdeg­is í dag en óljóst er hvaða áhrif þetta mál mun hafa á dag­skránna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert