Fundi frestað vegna landbúnaðarskýrslu

Alþingi
Alþingi mbl.is/Eggert

Þingfundi var frestað um tíu mínútur eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu því að trúnaður hafi verið lagður á landbúnaðarskýrslu utanríkisráðuneytis. Í kjölfarið var fundi frestað á ný, til klukkan 14 vegna nefndarfundar.

Þorgerður Katrín Gunnarsóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, sagði það háalvarlegt ef reynist rétt að það komi fram í bréfi utanríkisráðuneytis að Bændasamtök Íslands hafi krafist trúnaðar, þar sem að formaður Bændasamtakanna hefur ekki kallað eftir þeim trúnaði.

Þorgerður sagði að málinu er þannig háttað þurfi að taka málið fyrir í forsætisnefnd Alþingis.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði ekki annað eðlilegt en að þingmenn fái að sjá skýrsluna, enda hafi hún farið fram á það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka