Mæðgur fárveikar af svínaflensu

Víða er mikill viðbúnaður vegna svínaflensunnar.
Víða er mikill viðbúnaður vegna svínaflensunnar. Reuters

Móðir og dóttir liggja nú fárveikar heima hjá sér. Staðfest hefur verið að dóttirin sem er nýkomin frá Bandaríkjunum er með svínaflensu. Hún veiktist illa á laugardaginn og nokkrum dögum síðar veiktist móðirin sem enn hefur ekki fengið staðfesta greiningu.

Hún segir óendanlega erfitt að vera veik heima að sjá um enn veikari dóttur sína. Margar spurningar hafi vaknað en lítið verið um svör frá læknum og yfirvöldum. Henni finnst að það verði að undirbúa lækna og heilbrigðisfólk betur undir hugsanlegan faraldur og búa til ákveðið ferli.

Nánar er rætt við mæðgurnar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert