Manni bjargað í Ingólfsfjalli

Bifreið á vegum Hjálparsveitar skáta í Hveragerði.
Bifreið á vegum Hjálparsveitar skáta í Hveragerði.

Hjálparsveit skáta í Hveragerði fékk tilkynningu í gær um að tveir menn væru í sjálfheldu í hlíðum Ingólfsfjalls. Sveitin sendi sjö manns á staðinn með fjallabjörgunarbúnað.

Þegar komið var á staðinn kom í ljós að annar maðurinn hafði náð að komast niður af sjálfsdáðum heill á húfi en hinn var enn fastur. Fjallabjörgunarmenn komu manninum til aðstoðar og aðgerðin gekk að sögn mjög vel.

Hjálparsveit skáta í Hveragerði hefur farið í fjölmörg útköll á þessu ári í allt frá fjallabjörgunum í að aðstoða fólk sem hefur lent í vandræðum í ófærð á Hellisheiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert