Rætt verður til þrautar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Ómar Óskarsson

Stefnt er að því að greiða atkvæði um ESB-tillögurnar á Alþingi í kvöld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er óformlegt samkomulag milli flokka um að bæta ekki fleiri þingmönnum á mælendaskrá og klára málið í kvöld eða nótt.

Mikið er um hlaup á milli herbergja í Alþingishúsinu þessa stundina og neita þingmenn flestir að tjá sig við fréttamenn. Svo virðist þó sem ákveðið hafi verið að ræða málið til þrautar og getur það þýtt næturfund. Tíu þingmenn eru enn á mælendaskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert