Skuldin 340 milljarðar 2015

Í lok árs 2015 er gert ráð fyr­ir að búið verði að selja all­ar eign­ir gamla Lands­bank­ans er­lend­is en þá sé skuld ís­lenska rík­is­ins vegna samn­ings­ins um 340 millj­arðar króna ef miðað er við 75% end­ur­heimtu­hlut­fall. Nú­v­irði þess­ar­ar fjár­hæðar miðast við 5,55% lánsvexti og er 240 millj­arðar króna.

Eða sem svar­ar 17% af áætlaðri vergri lands­fram­leiðslu (VLF) árs­ins 2009. Þessa fjár­hæð á að greiða á átta árum, þ.e. 30 ma.kr. á ári eða 2,1% af áætlaðri VLF árs­ins 2009. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í um­sögn Seðlabanka Íslands um Ices­a­ve og verið er að kynna á fundi með blaðamönn­um.

Fjár­laga­nefnd Alþing­is óskaði eft­ir skrif­legri um­sögn Seðlabanka Íslands um Ices­a­ve-samn­ing­ana og upp­lýs­ing­um um greiðslu­byrði af er­lend­um lán­um. Beiðnin barst bank­an­um hinn 6. júlí.

Seðlabanki Íslands hef­ur tekið sam­an álit og skipt­ist það í tvennt: um­fjöll­un um er­lenda skulda­stöðu Íslands og lög­fræðilegt álit á rík­is­ábyrgð á skuld­bind­ingu Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðueig­enda.

Ýmsir óvissuþætt­ir en þjóðarbúið fylli­lega fært um að standa und­ir Ices­a­ve

„Þegar reiknaðar eru er­lend­ar skuld­ir þjóðabús­ins með til­liti til Ices­a­ve-samn­ing­anna, þá rík­ir tals­verð óvissa um end­ur­heimtu­hlut­fall eigna Lands­bank­ans, sem reiknað er með að standi und­ir meg­in­hluta skuld­bind­inga Trygg­ing­ar­sjóðsins.

Þá er einnig tals­verð óvissa um þróun hag­vaxt­ar, sem hafa mun áhrif á tekju­öfl­un rík­is­sjóðs, og út­flutn­ingstekna, sem hef­ur áhrif á það hve af­gang­ur af vöru- og þjón­ustu­viðskipt­um verður mik­ill og þar með hvaða áhrif auk­in greiðslu­byrði hef­ur á gengi krón­unn­ar.

Gengi krón­unn­ar hef­ur svo í sjálfu sér mik­il áhrif á hlut­falls­lega greiðslu­byrði miðað við lands­fram­leiðslu í krón­um talið. All­ir fram­an­greind­ir óvissuþætt­ir eru mjög háðir fram­vindu efna­hags­mála á heimsvísu, en í þeim efn­um rík­ir enn mik­il óvissa.

Taka ber fram að ákv­arðanir í inn­lendri hag­stjórn munu einnig hafa veru­leg áhrif á þróun hag­vaxt­ar á láns­tím­an­um sem um ræðir," að því er seg­ir á vef Seðlabanka Íslands.

„Þjóðarbúið verður fylli­lega fært um að standa und­ir Ices­a­ve-samn­ing­un­um. Með áætluðu 75% end­ur­heimtu­hlut­falli á eign­um Lands­bank­ans, skyn­samri hag­stjórn og tals­verðum af­gangi af vöru­skipt­um á tíma­bil­inu 2009-2018 eykst enn geta þjóðarbús­ins í þessu efni. Menn ættu að hafa gott borð fyr­ir báru í gjald­eyr­is­vara­sjóði allt tíma­bilið," að því er fram kem­ur á vef Seðlabank­ans.

Leggja þarf til hliðar 1,2% af vergri lands­fram­leiðslu á ári

Gert er ráð fyr­ir að fyrsta greiðslan, árið 2016, nemi um 3,1% af VLF þess árs en hlut­fallið lækki síðan hratt, ann­ars veg­ar vegna þess að áfalln­ir vext­ir lækka þegar lánið lækk­ar og hins veg­ar vegna þess að gert er ráð fyr­ir að VLF hækki í takti við hag­vaxtar­for­sendu spár­inn­ar. Síðasta árið, þ.e. 2023, er gert ráð fyr­ir að greiðslan nemi um 1,4% af VLF þess árs.

Áætlað er að frá tíma­bil­inu 2009-2018 minnki skuld­irn­ar sem hlut­fall af VLF úr 143% í 87% og eign­ir auk­ist á sama tíma úr 69% í 71% af VLF.

Ef þjóðarbúið byrj­ar strax að leggja til hliðar fjár­magn til að standa und­ir Ices­a­ve-samn­ingn­um þyrfti að leggja tæp­lega 1,2% af VLF til hliðar á hverju ári í þessi fimmtán ár. 

Seðlabanki Íslands reiknaði út tvær aðrar sviðsmynd­ir, þ.e. hvernig dæmið liti út ef þró­un­in verður lak­ari og einnig ef þró­un­in verður betri en grunn­spá bank­ans ger­ir ráð fyr­ir. o Í lak­ara dæm­inu er m.a. gert ráð fyr­ir eng­um hag­vexti á tíma­bil­inu, 50% end­ur­heimtu­hlut­falli, óvænt­um (og óskil­greind­um) viðbót­ar­byrðum í er­lendri mynt sem nema 500 ma.kr. á ár­inu 2009, 5% verri viðskipta­kjör­um og að sterl­ings­pundið hækki um 2% á ári gagn­vart krónu út tíma­bilið.

Við þess­ar kring­um­stæður myndi fyrsta greiðslan af Ices­a­ve-samn­ingn­um sam­svara 6,2% af VLF á ár­inu 2016. Þetta er mjög svart­sýnt dæmi og ætti ekki að telj­ast raun­hæft. Samt er talið að Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar, ásamt öðrum skuld­bind­ing­um sem þarna er gert ráð fyr­ir, leiði ekki til þess að skuld­astaða þjóðarbús­ins verði ósjálf­bær.

Í betra dæm­inu er gert ráð fyr­ir að hag­vöxt­ur verði 1 pró­sentu meiri á ári en í grunn­dæm­inu, að end­ur­heimt­ur af eign­um Lands­bank­ans verði 75% eins og í grunn­dæm­inu, og að þróun alþjóðlegra efna­hags­mála verði þannig að viðskipta­kjör lands­ins verði 5% betri en í grunn­spánni. Við þess­ar kring­um­stæður myndi fyrsta greiðslan af Ices­a­ve-samn­ingn­um sam­svara 2,9% af VLF á ár­inu 2016.

Eign­ir rík­is­sjóðs og Seðlabanka 1.840 millj­arðar

Ljóst er að er­lend­ar og inn­lend­ar skuld­ir rík­is­sjóðs og Seðlabanka Íslands hafa auk­ist í kjöl­far banka­áfalls­ins. Á móti hef­ur eign­astaðan styrkst m.a. vegna styrk­ing­ar gjald­eyr­is­forða og nýrra eigna. Alls nema eign­ir rík­is­sjóðs og Seðlabank­ans um 1,840 ma.kr. fyr­ir árið 2009 en skuld­ir nema 2,418 ma.kr. Hrein staða er því nei­kvæð um 580 ma.kr. eða sem nem­ur um 40% af VLF.

Með því að hækka neðra þrep virðis­auka­skatts úr 7% i 7,88% og það efra í 24,5% í 27,57% og leggja skatt­tekj­urn­ar til hliðar, safnaðist viðlíka upp­hæð á láns­tím­an­um og sem nem­ur Ices­a­ve-skuld­bind­ing­unni. Þetta dæmi er ein­ung­is til skýr­ing­ar og ekki ber að skoða sem til­lögu, að því er seg­ir á vef Seðlabank­ans. 

Mats­fyr­ir­tækj­un­um þrem­ur hef­ur verið kynnt meg­in­inn­tak Ices­a­ve-samn­ing­anna. Ljóst er að bæði Moo­dy’s og Fitch hafa sagt op­in­ber­lega að þeir telji að samn­ing­arn­ir séu já­kvæðir að því leyti að þeir eyði ákveðinni óvissu um stöðu inn­lendra efna­hags­mála.

Hefði verið æski­legra að þjóðrétt­ar­leg staða hefði verið tryggð

„Helstu niður­stöður um lög­fræðileg atriði í samn­ing­un­um eru eft­ir­far­andi:  Lög­fræðileg­ar at­huga­semd­ir álits­ins eiga við þær aðstæður ef upp gæti komið sú afar ólík­lega staða að mati Seðlabank­ans að rík­is­sjóður Íslands geti ekki mætt skuld­bind­ing­um sín­um. Til að gæta fyllstu var­kárni og tryggja að nefnd­in fái upp­lýs­ing­arn­ar hef­ur bank­inn ákveðið að birta sjón­ar­mið sín varðandi rík­is­ábyrgðina.

Samn­ing­ur­inn er einka­rétt­ar­legs eðlis og eru ákvæði í hon­um sem ekki eru vana­leg í hefðbundn­um lána­samn­ing­um sem ríkið er aðili að. Æskilegt hefði verið ef þjóðrétt­ar­leg staða ís­lenska rík­is­ins hefði verið bet­ur tryggð," að því er seg­ir í um­sögn Seðlabank­ans. 

Vilji ís­lenska ríkið freista þess að taka upp samn­ing­ana að nýju miðast sú end­urupp­taka við það að nýj­ast út­tekt IV. grein­ar AGS á stöðu Íslands að skuldaþoli rík­is­ins hafi hrakað til muna miðað við mat AGS frá 19. nóv­em­ber 2008. Hugs­an­leg­ar breyt­ing­ar vegna Brus­sel-viðmiðanna frá því í nóv­em­ber 2008 fá ekki sams kon­ar meðferð. 

Seðlabank­inn tel­ur æski­legt að ákvæði um meðferð á kröfu­höf­um Lands­bank­ans hefði verið skýr­ara þar sem ekki sé ljóst hvað átt sé við með því ákvæði. 

Lán­veit­end­um er tryggður sami rétt­ur og hugs­an­leg­ir framtíðarlán­veit­end­ur vegna fjár­mögn­un­ar á kröf­um inn­stæðueig­enda hjá ís­lensk­um banka ef þau kjör reyn­ast hag­stæðari en samið er um í Ices­a­ve-samn­ing­un­um. Reyni á ákvæðið get­ur slíkt leitt til breyt­inga á kjör­um lána­samn­ing­anna.

Já­kvætt er að skil­grein­ing grein­ar­inn­ar um jafna meðferð inn­stæðueig­enda hjá Lands­bank­an­um bend­ir til þess að meðhöndla megi þá sem urðu inn­stæðueig­end­ur hjá NBI og hins veg­ar inn­stæðueig­end­ur Lands­bank­ans með mis­mun­andi hætti.

Æskilegt hefði verið að skil­grein­ing­in á þeim skuld­bind­ing­um sem valdið geta gjald­fell­ingu hefði verið skýr­ari þar sem gjald­fell­ing á öðrum skuld­bind­ing­um sem ríkið er í ein­faldri ábyrgð fyr­ir, þótt ólík­leg sé, virðist geta valdið gjald­fell­ingu á Ices­a­ve samn­ing­un­um.

Vek­ur at­hygli að bresk lög gilda einnig um rétt­indi utan samn­inga

„At­hygli vek­ur að bresk lög og lög­saga gilda ekki ein­göngu um ágrein­ings­efni sem upp kunna að rísa bein­lín­is vegna samn­ing­anna held­ur einnig atriði í tengsl­um við samn­ing­ana hvort sem þau rétt­indi sem þau byggj­ast á eru inn­an eða utan samn­inga. Þá geta lán­veit­end­ur einnig að því marki sem lög heim­ila höfðað mál sam­tím­is í mörg­um lög­sög­um.

Af­sal á rík­is­ins varðandi lög­sögu og fulln­ustu er víðtæk­ara en hefðbundið er. Seðlabank­inn og eig­ur hans njóta þó friðhelgi skv. bresk­um lög­um. Íslenska ríkið nýt­ur einnig friðhelgi skv. Vín­ar­samn­ingn­um frá 1961 um stjórn­mála­sam­band og því gild­ir meg­in­regl­an um að diplómat­ar og eign­ir sem nauðsyn­leg­ar eru vegna sendi­ráða njóti vernd­ar fyr­ir íhlut­un eða aðför," að því er seg­ir í um­sögn Seðlabank­ans sem er birt á vef Seðlabank­ans.

Um­sögn­in í heild

Frá blaðamannafundi þar sem umsögn Seðlabankans vegna Icesave er kynnt
Frá blaðamanna­fundi þar sem um­sögn Seðlabank­ans vegna Ices­a­ve er kynnt mbl.is/Ó​mar
Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, kynnir umsögn Seðlabanka Íslands á fundi …
Svein Har­ald Øygard, seðlabanka­stjóri, kynn­ir um­sögn Seðlabanka Íslands á fundi með blaðamönn­um mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert