Skýrari lagaleg staða æskileg

Icesave logo landsbankans
Icesave logo landsbankans mbl.is

Seðlabankinn telur æskilegt að ákvæði um meðferð á kröfuhöfum Landsbankans hefði verið skýrara. Ekki sé ljóst hvað sé átt við með því ákvæði. Lögfræðingar bankans gerðu fleiri athugasemdir við Icesave-samninginn en seðlabankastjóri sagði að lögfræðilega álitið breytti ekki heildarniðurstöðu bankans.

 Svein Harald Øygar, seðlabankastjóri, tók fram að lögfræðilega álitið hefði verið unnið með sínum stuðningi. 

Aðrar athugasemdir lögfræðinganna  lutu m.a. að því að þjóðréttarleg staða Íslands hefði ekki verið nægilega tryggð og að ekki var haft samráð við lögfræðinga bankans áður en samningurinn var undirritaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert