Stendur með lögfræðingunum

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, kynnir umsögn Seðlabanka Íslands á fundi …
Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, kynnir umsögn Seðlabanka Íslands á fundi með blaðamönnum mbl.is/Ómar

Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og lögfræðingar bankans sem unnu minnisblað sem lagt var fram á fundi utanríkismálanefndar vísa algjörlega á bug ásökunum Árna Þórs Sigurðssonar um að lögfræðingarnir hafi villt á sér heimildir. Øygard sagði tímasóun að ræða mál af þessu tagi.

 Á fundinum með nefndinni var Icesave samningurinn til umræðu. Sigurður Thoroddsen og Sigríður Logadóttir, lögfræðingar hjá bankanum, höfðu verið beðin um að kynna nefndinni þá vinnu sem hefði stæði yfir í bankanum við lögfræðilegt álit á samningnum.

Á blaðamannfundi í Seðlabankanum benti Sigurður á að þegar fundi nefndarinnar lauk hafi nefndarmenn beðið hann og Sigríði um að setja niður nokkra punkta um það sem þau höfðu greint nefndinni frá. Það hefðu þau gert og Sigríður benti á að í tölvupósti til nefndarinnar hefði verið gerð skýr grein fyrir því að um væri að ræða lögfræðiálit sem enn væri verið að vinna að. Sigurður benti þar að auki á að þau gögn sem nefndin fékk væri efnislega samhljóða því áliti sem Seðlabankinn birti í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert