Þráinn greiðir því atkvæði að senda inn umsókn

Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, fagnaði því á Alþingi í dag að þjóðin fái að taka afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hann sagði það vel fullnægjandi að ein þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram og sakaði Sjálfstæðisflokkinn um klækjapólitík og loddaraskap.

„Hverri þjóð er nauðsynlegt að taka afstöðu með einum eða öðrum hætti til stærstu mála samtímans. Þess vegna fagna ég því að nú skuli vera til umræðu að taka afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Umræða um það mál hefur nánast verið bönnuð áratugum saman og þöggun ríkjandi of lengi, alltof lengi, á langri, alltof langri, stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þráinn og bætti við að allt í einu dugi ekki minna en tvær þjóðaratkvæðageriðslur. „Þá loksins að þjóðin fær að kjósa um nokkurn skapaðan hlut.“

Þráinn minntist á að félagar hans í Borgarahreyfingunni ætli að styðja tillögu Sjálfstæðisflokksins en hann muni verða trúar því sem áður hefur verið talað um hjá Borgarahreyfingunni. Hann muni greiða því atkvæði að send verði inn aðildarumsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka