Viðskiptin verði að þola dagsins ljós

Fulltrúar A-listans í bæjarstjórn mótmæla sölu HS Orku harðlega.
Fulltrúar A-listans í bæjarstjórn mótmæla sölu HS Orku harðlega. Brynjar Gauti

Fulltrúar A-listans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmæltu í kvöld í bókun á bæjarstjórnarfundi samþykkt sjálfstæðismanna að selja hlut sveitarfélagsins í HS Orku til Geysis Green Energy (GGE) og kaupa á hlut GGE í  HS Veitum. Þeir segja að gera verði þá kröfu til viðskipta sem Sjálfstæðisflokkurinn stofni til fyrir hönd sveitarfélagsins að þau þoli dagsins ljós.

Í bókun sinni tilgreina þeir sex atriði sem þeir segja mæla á móti þessum viðskiptum en þau eru:

„1. Ekkert sjálfstætt verðmat liggur fyrir þó svo að ráðgjafar bæjarstjóra hafi talið nauðsynlegt að endurskoðun á verðmati félaganna fari fram."

„2. Hugsanlegt að Reykjanesbær verði af 5 milljörðum með þessum viðskiptum."

„3. Hugsanleg virðisrýrnun á eignarhlut bæjarins í  HS Veitum hf."

„4. Viðskiptin og aðdragandi þeirra hefur átt sér stað í skjóli lokaðra funda með forsvarsmönnum GGE og ekki hefur verið farið með viðskiptin í opinbert söluferli."

„5. Fjárhagslegt heilbrigði GGE og eigenda þess."

„6. Tryggingum fyrir skuldabréfi að upphæð 6.290 milljónum ábótavant."

„7. Félögin eru í ábyrgð fyrir skuldum hvors annars."

Segir í niðurlagi bókunarinnar að kjörnir bæjarfulltrúar hljóti alltaf að leggja áherslu á að störf þeirra séu hafin yfir allan vafa. „Þrátt fyrir að sjálfstæðismenn séu ekki tilbúnir í umræðu um grundvallarspurningar við kjósendur sína um nýtingarrétt á náttúruauðlindum, gerum við þá kröfu til þeirra að viðskipti sem þeir ráðast í fyrir hönd sveitarfélagsins þoli að minnsta kosti dagsins ljós."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka