Atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB kl. 12

Íslenskir fánar við Alþingishúsið
Íslenskir fánar við Alþingishúsið mbl.is/Ómar

Umræðum um aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu er lokið og hefst at­kvæðagreiðsla um þings­álykt­un­ar­til­lögu stjórn­ar­flokk­anna þegar þing­fund­ur verður sett­ur á ný kl. 12.  Fyrst verða þó greidd at­kvæði um breyt­ing­ar­til­lög­ur við álykt­un­ina, ann­ars veg­ar frá for­manni og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins um tvö­falda at­kvæðagreiðslu, þ.e. að fyrst kjósi þjóðin um það hvort fara eigi í aðild­ar­viðræður, og frá Vig­dísi Hauks­dótt­ur þing­manni Fram­sókn­ar, með skil­yrðum Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Telja má full­víst að óskað verði eft­ir nafnakalli þegar að at­kvæðagreiðslu kem­ur. Þetta gæti sett ákveðna þing­menn í erfiða stöðu. Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, hef­ur ekki gefið upp hvernig hún hyggst kjósa. Ef röðin kæmi að henni á und­an til dæm­is Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur og Ragn­heiði Rík­h­arðsdótt­ur úr Sjálf­stæðiflokki sem tald­ar eru hlynnt­ar aðild­ar­um­sókn, tæki hún áhættu með því að greiða at­kvæði gegn þings­álykt­un­ar­til­lögu stjórn­ar­flokk­anna. Verði hún hins veg­ar á eft­ir þeim og ljóst að stjórn­in fái sitt fram yrði mun auðveld­ara fyr­ir hana að ganga gegn til­lög­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert