Fréttaskýring: Náðarhögg fyrir skulduga bændur

Margir bændur hafa tekið lán í erlendum gjaldeyri á undanförnum …
Margir bændur hafa tekið lán í erlendum gjaldeyri á undanförnum árum mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Skuldug­um bænd­um, sem skulda er­lend lán, hafa verið boðnir óá­sætt­an­leg­ir skil­mál­ar við skil­mála­breyt­ing­ar, að mati Bænda­sam­tak­anna. Þau hafa beint því til ráðunauta að hvetja bænd­ur til að skoða vel skil­mála áður en þeir skrifa upp á breyt­ing­ar á lán­um.

Skuld­astaða margra bænda er mjög erfið. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er talið að 50-100 kúa­bænd­ur séu komn­ir í mikla klemmu vegna þung­bærra lána. Marg­ir þeirra tóku lán­in í upp­sveifl­unni, þegar krón­an var sem allra sterk­ust. Þá riðu menn um héruð og buðu bænd­um lán í er­lendri mynt með lág­um vöxt­um. Þetta munu bæði hafa verið er­ind­rek­ar ís­lenskra og er­lendra banka.

Bænda­sam­tök­in hafa ný­lega fengið inn á sitt borð mál bænda vegna skil­mála­breyt­inga á er­lend­um lán­um og voru þeim sett­ir þröng­ir kost­ir. Ei­rík­ur Blön­dal, fram­kvæmda­stjóri, sagði að sam­tök­un­um þætti sem skil­mál­ar þess­ir væru um­fram það sem telja mætti eðli­legt.

Harka­leg­ar aðfar­ir

Í einu til­viki var um að ræða tíma­bundna breyt­ingu á af­borg­un­um af körfuláni í frönk­um og jen­um. Bank­inn bauð bónd­an­um að taka evrulán til að borga upp gamla lánið. Ekki var gef­inn kost­ur á að breyta skil­mál­um á gamla lán­inu. Bænda­sam­tök­in telja ým­is­legt at­huga­vert við skil­mála bank­ans.

Þau benda m.a. á að við að breyta yfir í evr­ur hækki vext­irn­ir tals­vert. Einnig verður heim­ilt að breyta vöxt­um á 12 mánaða fresti. Þá áskil­ur bank­inn sér rétt, hvenær sem er á láns­tím­an­um, til að breyta lán­inu í ís­lenskt verðtryggt lán með verðtryggðum kjörvöxt­um. Nóg er að til­kynna breyt­ing­una með fimm daga fyr­ir­vara. Einnig get­ur bank­inn kraf­ist viðbót­ar­trygg­ing­ar, með tveggja vikna fyr­ir­vara eða minna, ef verðmæti veða fer niður fyr­ir 75% af eft­ir­stöðvum láns­ins.

Í öðru til­viki óskaði bóndi eft­ir að gera viðauka við skulda­bréf í er­lendri mynt. Hann vildi greiða fasta upp­hæð í 12 mánuði inn á sér­stak­an reikn­ing. Upp­hæðin yrði notuð til að borga vexti af lán­inu næsta árið. Um leið yrði láns­tím­inn lengd­ur um ár. Það sem verður um­fram vext­ina fari í að greiða niður höfuðstól láns­ins.

Meðal skil­mála bank­ans var að færi geng­is­vísi­tala krón­unn­ar niður fyr­ir 150 stig eða upp fyr­ir 300 stig mætti bank­inn borga inni­stæðuna á reikn­ingn­um inn á lánið án nokk­urs fyr­ir­vara. Einnig að bank­an­um verði heim­ilað að hækka vaxta­kjör ein­hliða á þriggja mánaða fresti. Enn frem­ur að breyta megi sam­setn­ingu láns­ins ein­hliða í ís­lensk­ar krón­ur. Til­kynna skal breyt­ing­una með tveggja vikna fyr­ir­vara.

„Okk­ar sýn er sú að þarna sé verið að fara ákaf­lega harka­lega að ein­stak­ling­um,“ sagði Gunn­ar Guðmunds­son, sviðsstjóri ráðgjaf­ar­sviðs Bænda­sam­tak­anna. Þeir telja að skil­mál­breyt­ing­ar á við þess­ar reyn­ist náðar­högg fyr­ir lán­tak­end­urna.

Ferskt grænmeti
Ferskt græn­meti mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert