Geta safnað innlánum áfram

Til stendur að fjármagna ríkisbankana eftir helgina, en á morgun …
Til stendur að fjármagna ríkisbankana eftir helgina, en á morgun er lokafrestur til að ganga frá skilmálum vegna uppgjörs. mbl.is/Golli

Ef er­lend­ir kröfu­haf­ar eign­ast hlut í nýju ís­lensku rík­is­bönk­un­um er ekk­ert sem kem­ur í veg fyr­ir í nú­ver­andi regl­um um inn­stæðutrygg­ing­ar að þeir stofni úti­bú á EES-svæðinu og safni þar inn­lán­um. Lík­legt þykir þó að fjár­mála­eft­ir­lit landa á EES-svæðinu þrengi heim­ild­ir ís­lenskra banka til að safna inn­lán­um í ljósi banka­hruns­ins og meðan laga­leg óvissa er um ábyrgð vegna reikn­ing­anna.

„Regl­urn­ar hafa ekk­ert breyst. [...] Þú get­ur rétt ímyndað þér að við mun­um fylgj­ast bet­ur með því,“ seg­ir Gunn­ar Þ. And­er­sen, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, aðspurður hvort ekki sé lyk­il­atriði að fram fari end­ur­skoðun á heim­ild­um bank­anna til þess að safna inn­lán­um áður en er­lend­um kröfu­haf­ar eign­ast hlut í þeim. „Það er hægt að setja alls kon­ar skil­yrði ef af er­lendu eign­ar­haldi verður,“ seg­ir Gunn­ar.   

Unnið að breyt­ing­um á regl­un­um
Unnið er að því á vett­vangi fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins að breyta regl­um um inn­stæðutrygg­ing­ar en eng­ar efn­is­leg­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á þeim til­skip­un­um sem gilda og lög um Trygg­ing­ar­sjóð inn­stæðueig­enda eru byggð á. Lög­in tóku gildi 1. janú­ar árið 2000 og voru sett til þess að upp­fylla skuld­bind­ing­ar EES-samn­ings­ins um inn­leiðingu til­skip­ana í lands­rétt.

Eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu standa nú viðræður milli er­lendra kröfu­hafa föllnu bank­anna og ís­lenskra stjórn­valda um hugs­an­lega aðkomu þeirra fyrr­nefndu að eign­ar­haldi á nýju bönk­un­um. Skila­nefnd­ir bank­anna eru full­trú­ar kröfu­haf­anna í þess­um viðræðum. Gylfi Magnús­son, viðskiptaráðherra, sagði í Morg­un­blaðinu í dag að hann teldi að það væru „þokka­leg­ar horf­ur“ á því er­lend­ir kröfu­haf­ar eignuðust hlut í nýju bönk­un­um. Gylfi tel­ur sjálf­ur æski­legt að er­lend­ir kröfu­haf­ar verði hlut­haf­ar í bönk­un­um.

Á morg­un er lokafrest­ur til að ganga frá skil­mál­um fjár­mála­gern­ings vegna upp­gjörs nýju rík­is­bank­anna, Lands­bank­ans, Íslands­banka og Kaupþings. Að því loknu verða þeir fjár­magnaðir, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is verður það lík­lega ekki fyrr en eft­ir helgi. Til stend­ur að rík­is­sjóður fjár­magni þá með 280 millj­arða króna eig­in­fjár­fram­lagi og er stefnt að því að eig­in­fjár­hlut­fall þeirra verði yfir 16%, en lög­um sam­kvæmt má það ekki vera lægra en 8%.

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunn­ar Þ. And­er­sen, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Mynd Pét­ur Geir Kristjáns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert