Stakk af frá umferðaróhappi

Hjólið hafnaði á vegriði og skemmdist talsvert. Ökumann þess sakaði …
Hjólið hafnaði á vegriði og skemmdist talsvert. Ökumann þess sakaði ekki. PSP

Eng­inn slasaðist þegar mótor­hjól og bíll rák­ust á við gatna­mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Miklu­braut­ar á ní­unda tím­an­um í kvöld. Mótor­hjólið hafnaði á vegriði og skemmd­ist tölu­vert. Bíln­um var ekið af vett­vangi án þess að ökumaður hans hugaði að líðan ekils hjóls­ins.

Um er að ræða stór­an 7 manna fólks­bíl, dökk­blá­an með skyggðum rúðum að aft­an. Að sögn lög­reglu er bíll­inn senni­lega eitt­hvað skrámaður á hægri hlið eft­ir hjólið.

Þeir sem vitni urðu að at­b­urðinum og geta veitt upp­lýs­ing­ar um bíl­inn eða öku­mann hans eru beðnir að hafa sam­band við lög­regl­una í Reykja­vík í síma 444-1100.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka