Tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað

Frá Alþingi í dag
Frá Alþingi í dag mbl.is/Ómar

Breytingatillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda atkvæðagreiðslu var hafnað með 32 atkvæðum á Alþingi í dag. Já, sögðu 30 þingmenn og einn sat hjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokks sem skýrðu atkvæði sitt sögðu ljóst að umboð þurfi að vera skýrt áður en gengið er til viðræðna.

Þeir þingmenn Vinstri grænna sem sögðu já við tillögunni voru Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Þuríður Backman. Hjá Framsóknarflokki sat Birkir Jón Jónsson hjá. Aðrir framsóknarmenn, utan Sivjar Friðleifsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar, sögðu já. 

Allir þingmenn Samfylkingar voru eðlilega á móti og allir sjálfstæðismenn voru með tillögu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert