Breytingartillögur Sjálfstæðisflokks um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við Evrópusambandið var hafnað á Alþingi í dag með 37 atkvæðum. 26 þingmenn sögðu já. Í tillögunni er gert ráð fyrir stjórnarskrárbreytingu þannig að þjóðaratkvæðagreiðsla geti verið bindandi.