Áhyggjur af endurskipulagi

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Í nýrri þingsályktunartillögu Framsóknarflokks um endurreisn íslensku bankanna er lagt til að stærð bankanna verði miðuð við innlend innlán frekar en útlán og „skilja þannig verstu innlendu útlánin eftir í gömlu bönkunum“. Þá er lagt til að endurskipulagning bankanna verði nýtt til að hverfa frá verðtryggingu útlána og gjaldeyrishöftum. Mun þetta að mati framsóknarmanna styrkja nýju bankana.

Einnig er lagt til að ríkið móti sér „kröfuhafastefnu og eigendastefnu vegna bankanna“. Eygló Harðardóttir, ritari og þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa lagt of litla áherslu á þetta.

Vont að vera dómari í eigin sök

„Ríkið er náttúrlega mjög stór kröfuhafi í þrotabú gömlu bankanna og þarna eru miklir hagsmunaárekstrar,“ segir Eygló og kveður Framsókn telja rétt að ekki verði gefin út skuldabréf frá gömlu bönkunum til handa nýju bönkunum. Þannig væri klippt á hagsmunatengsl ríkisins gagnvart þrotabúunum.

Tillagan felur einnig í sér að óháð fyrirtæki verði fengin til að meta lánshæfi bankanna frekar en Fjármálaeftirlitið með aðstoð Seðlabankans. „Okkur finnst í hæsta máta óeðlilegt að það sé Fjármálaeftirlitið sjálft sem er að meta sína eigin aðferðafræði,“ segir Eygló.

Tillagan í heild

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert