Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í dag að henni þyki miður að Evrópusambandið skuli ekki koma með beinum hætti að Icesave samningnum.
Sagðist hún ekki vilja tala um mistök í þessu efni en að stefnt hafi verið að stærri pólitískum samningi en ekki bara lánasamningi við Breta og Hollendinga.